Útskrift Fjölbrautaskólans í Breiðholti fór fram við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 20. desember. Alls útskrifuðust 108 einstaklingar, þar af 66 með stúdentspróf, 17 af rafvirkjabraut, 14 af húsasmiðabraut, 9 sjúkraliðar og 7 luku prófi af snyrtibraut. Fimm nemendur útskrifuðust bæði af starfsnámsbraut og með stúdentspróf. Elvar Jónsson settur skólameistari stýrði athöfninni og flutti nemendum kveðju, þá flutti Stefán Andrésson aðstoðarskólameisari ávarp.
Þær Magnea Óskarsdóttir snyrtibraut og Herdís Hlíf þorvaldsdóttir myndlistarbraut fluttu ræður fyrir hönd nýstúdenta. Þá fluttu þeir Davíð Þór Hlynsson og Rúnar Breki Rúnarsson, nýstúdent tvö frumsamin lög. Nemendur okkar þau Melkorka Rós Hjartardóttir og Fannar Pálsson fluttu fallegt jólalag.
Þá var veitt viðurkenning fyrir fallegasta jólakortið í jólakortasamkeppni FB og hlaut Monika Jóhanna Karlsdóttir verðlaunin í annað sinn. Fjölmargir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur sem og félagsstörf. Í viðhengi má sjá lista yfir verðlaunahafa skólans. Verðlaunahafar
Elísabet Nótt G. Norðdahl af opinni braut hlaut flestar viðukenningar en hún hlaut hæstu einkunnina eða 9.34. Hún fékk meðal annars verðlaun í íslensku, sagnfræði, þýsku, sem og  viðurkenningu fyrir lokaverkefni til stúdentsprófs. 
Á Fésbókarsíðu skólans má sjá fleiri myndir sem og á Instagram síðu skólans fbskoli.