Þriðjudaginn 18. ágúst koma eldri nemendur skólans á milli kl. 9:00 og 11:00 og sækja kennsluáætlanir hjá kennurum í  þeim áföngum sem þeir eru skráðir í og fá upplýsingar um viðfangsefni fyrstu kennslustundar. Stofunúmer kennara verða auglýst í skólanum.

Þriðjudaginn 18. ágúskl. 13:00 er skólasetning og nýnemakynning (nemar fæddir 1999).

Kennsla hefst miðvikudaginn 19. ágúst skv. stundaskrám.

Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU á laugardaginn, 15. ágúst.

Sunnudaginn 16. ágúst og mánudaginn 17. ágúst frá kl. 8:00 til 16:00 verða töfluviðtöl í stofu 254.