Lið FB hlaut viðurkenninguna „Frumlegasta hugmyndin“  í  úrslitakeppni Menntamaskínu sem er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Lögð var áhersla á heilsu og vellíðan sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna. Nemendur fóru í gegnum hönnunarsprett þar sem hugmynd varð að frumgerð í Fab Lab Reykjavíkur. Lið Tækniskólans vann keppnina. Lið FB hannaði fallegan hjólastólaramp sem nota má sem listaverk þegar hann er ekki í notkun. Í umsögn segir að nemendur FB hafi sýnt framúrskarandi hugmyndauðgi með hópverkefni sínu. Í liði okkar voru þau Jón Ágúst Arnórsson, Marclester Ubaldo, Sara Halldórsdóttir, Lára Kristín Björnsdóttir og María Rós Arnfinnsdóttir. Það var Sigríður Ólafsdóttir kennari í nýsköpun sem leiðbeindi hópnum. Við óskum þeim öllum til hamingju!