Í Morgunblaðinu í gær birtist grein um frumkvöðlamennt í FB.

Sagt er frá norrænu frumkvöðlabúðunum sem skólinn hefur tekið þátt í undanfarin tvö ár svo og nýja nýsköpunaráfanganum en nemendur í þeim áfanga taka þátt í Fyrirtækjasmiðju ungra frumkvöðla sem er samstarfsverkefni framhaldsskóla. Um 300 nemendur taka þátt og munu kynna fyrirtæki sín og afurðir á Vörumessu í Smáralind í vor.

Ennfremur er sagt frá nýjustu braut skólans, nýsköpunarbraut, sem tekur til starfa næsta haust.