Fyrstu 24 tíma frumkvöðlabúðirnar á Íslandi voru haldnar í FB í síðustu viku.

Þátttakendur voru frá FB, FG, FÁ, Borgarholtsskóla, Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og Verzlunarskóla Íslands og var nemendum skipt í lið þvert á skóla.

Tilgangur frumkvöðlabúðanna er að örva nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun nemenda. Byggt er á viðurkenndri aðferðarfræði þar sem nemendur fá raunverulegt viðskiptatengt verkefni sem reynir á samvinnu, sjálfstæði og frumkvæði. Þátttaka í frumkvöðlabúðum víkkar sjóndeildarhring nemenda, eflir með þeim sköpunargleði og ýtir undir gagnkvæman skilning.

Búðunum lauk með kynningum hvers liðs fyrir sig og voru kynningarnar Sunnusal FB á föstudagsmorgninum og lauk með verðlaunaafhendingu um kl. 11.