Tuttugu nemendur úr 9. og 10. bekk  Fellaskóla, Breiðholtsskóla, Hólabrekkuskóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla tóku þátt í frumkvöðlabúðum/nýsköpunardegi  í FB á föstudaginn var.  Heimsmarkmið  Sameinuðu Þjóðanna fátækt – hungur – menntun – heilsa voru þema dagsins og stóðu nemendur sig sérlega vel, luku við hugmyndavinnu og kynntu verk sín af öryggi.  Veitt voru verðlaun fyrir besta verkefnið. Unnið var í  Fablab og  þar leiðbeindu þau Hannes Óttósson frá Nýsköpunarmiðstöð, Soffía Margrét Magnúsdóttir  fablabkennari og Sigríður Ólafsdóttir fata- og textíl kennari. Umsjón hafði Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kynningarstjóri og var verkefnið styrkt af Sprotasjóði.