FB tekur virkan þátt í framhaldskólakynningunni sem verður haldin dagana 16. – 18. mars 2017 í Laugardalshöllinni. Þá gefst grunnskólanemendum tækifæri á að kynna sér námsframboð framhaldsskólanna. Nemendur, kennarar og náms- og starfsráðgjafar munu svara spurningum um námsframboð, félagslíf, inntökuskilyrði og annað sem gestir vilja vita um nám og störf. FB verður með stóran bás og þar geta gestir kynnst fjölbreyttu námsframboði skólans, bæði bóknámi, listnámi, verknámi sem og félagslífi skólans. FabLab Reykjavíkur sem staðsett er í skólanum verður í básnum líka. FabLab er starfræn smiðja sem býður upp á ótal skapandi möguleika.

Á sama tíma fer fram Íslandsmót iðn- og verkgreina. FB verður með fulltrúa í keppninni og munu nemendur okkar úr húsamiði, snyrtifræði, rafvirkjun og sjúkraliðanámi keppa.

Laugardagurinn er fjölskyldudagur, fræðsla og fjör frá kl. 10:00 – 14:00. Það er frítt inn fyrir almenning og eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar til að kynna sér fjölbreytileika iðn- og verkgreina og fjölbreytt námsframboð. Í boði verður að prófa og fikta, smakka og upplifa.

Mótið fer fram í Laugardalshöll og er opið fyrir gesti sem hér segir:

  • Fimmtudaginn 16. mars kl. 9 – 16
  • Föstudaginn 17. mars kl. 9 – 16
  • Laugardaginn 18. mars kl. 10 – 14     

Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir!