Fræðsludagurinn verður á fimmtudaginn. Nemendur dagskólans geta valið ýmsa hópa þennan dag og fjölmargt spennandi í boði á vegum deilda.

Skráning í hópa er hafin á slóðinni http://saeludagar.vu2016.carl.1984.is.

Nemendur velja sér hóp annars vegar kl. 9:00 til 12:00 eða frá kl. 13:00 til 16:00. Að sjálfsögðu geta nemendur valið sér hóp bæði fyrir og eftir hádegi. Einnig eru ýmsar ferðir á vegum deilda sem ná yfir allan daginn kl. 8:00 til 16:00 ( eða skemur).

Skoða dagskrána og skrá inn kennitöluna með bandstriki. Ef kennitalan byrjar á núlli verður að sleppa núllinu, 010101-5999 verður 10101-5999.

Þegar búið er að skrá kennitöluna opnast ný mynd og þar þarf að smella á atburð og Skrá.

Þá er nemandi kominn í þann hóp sem hann ætlar að taka þátt í.

Nemen