Á morgun miðvikudaginn 9. október verður Fræðsludagurinn. Fjölmargt spennandi er í boði og kennarar hafa kappkostað við að bjóða nemendum upp á  áhugaverðar ferðir, fyrirlestra, námsstuðning og íþróttaiðkun. Sendur hefur verið út póstur til allra nemenda  þar sem þeir  eru hvattir til að skrá sig og taka þátt.