Í dag, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 11:00, verður forvarnardagurinn haldinn eins og kemur fram á starfsáætlun skólans. Nemendur mæta í tíma eins og venjulega, kennarar merkja við nemendur og ganga svo með þeim niður í matsal.

Þar tekur Þórdís Lilja Gísladóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi Breiðholts, á móti nemendum og kennurum og segir frá verkefninu Heilsueflandi Breiðholt. Síðan munu nokkur félög kynna íþrótta- og tómstundastarf sem gæti vakið áhuga nemenda. Eftir hádegi  hefst kennsla samkvæmt stundatöflu að nýju.