À forvarnardeginum munu þær Chanel Björk og Miriam Petra halda fyrirlestur um rasisma og menningarfordóma í íslensku samfélagi. Þær fara yfir nokkur hugtök sem tengjast fordómum á Íslandi og setja þau í samhengi við raunveruleika fólks af erlendum uppruna. Spjallið er byggt á fræðilegri þekkingu og persónulegri reynslu Chanel og Miriam af því að vera sjálfar Íslendingar með blandaðan bakgrunn.  Fyrirlesturinn hefst kl.11 í matsal nemenda og verður streymt í kennslustofur.