Forvarnadagur verður næstkomandi miðvikudag, 1. október. Ákveðið hefur verið að leggja einungis einn kennslutíma undir, frá kl. 11:25 til 12:45. Boðið verður upp á einn fyrirlestur í matsal nemenda, en hann heldur læknirinn Arnar Jan Jónsson. Hann mun fjalla um skaðsemi kannabisreykinga.