ForÞriðjudaginn 11. október kl. 19:30-21:30

í matsal nemenda á móti Breiðholtslaug

Dagskrá

  1. Aðalfundur foreldrafélags FB – 19:45
  2.        Anna Steinsen – Jákvæð samskipti – 20:00-21:00
  3.        Léttar veitingar og spjall – 21:00 – 21:15
  4.        Tónlistaratriði 21:15-21:30

Anna er eigandi Kvan og ein af vinsælustu fyrirlesurum landsins. Hún er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði, hefur síðastliðin 16 ár sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk og unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi.

Anna er meðal annars stjórnenda- og heilsumarkþjálfi og þjálfari á námskeiðum. Hún starfar sem fyrirlesari og flytur að jafnaði 150-200 fyrirlestra á hverju ári. Þar á undan starfaði hún í félagsmiðstöð sem tómstundaleiðbeinandi. Hún hefur auk þess gefið út tvær barnabækur, Blómið og býfluguna og Ofurhetju í einn dag en allur ágóði hennar rann til UN Women.

Í dag stundar Anna mastersnám í samskiptum og forvörnum hjá HÍ.

Hlökkum til að sjá sem flesta!