Í áfanganum er fjallað um fjölmiðla frá tilkomu fyrstu tímarita og dagblaða og fram til okkar daga. Fjallað er um félagsleg og stjórnmálaleg áhrif fjölmiðla og hvernig þau hafa breyst í gegnum tíðina. Kannað er forræði yfir fjölmiðlum, staða þeirra sem „fjórða valdsins“ og hvaða ytri og innri þættir hafa áhrif á fréttamat þeirra og umfjöll­unarefni. Fjallað er um blöð, tímarit og netmiðla. Gerður er samanburður á eðli þessara miðla.Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur skili verkefnum í frétta- og greinastíl. Áhersla er lögð á skapandi skrif og að unnið sé með faglegum hætti við fréttaskrif, greinaskrif, viðtalstækni og ljósmyndun.