Yfir 500 umsóknir bárust skólanum um pláss í dagskóla á haustönn 2017. Búið er að samþykkja rétt rúmlega 400 umsóknir og öðrum hefur verið hafnað. Margir byrjunaráfangar eru alveg fullir, en nokkur laus pláss eru á fata- og textílbraut og íþróttabraut. Einnig eru nokkur laus pláss í efri áföngum skólans. Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans. Gaman er að segja frá því að búið er að fylla í öll pláss í byrjunaráföngum í húsasmíði, rafvirkjun, snyrtifræði og á sjúkraliðabraut. Eftir 1. júlí verður byrjað að innrita í kvöldskóla FB og er gengið frá umsóknum á heimasíðu skólans eða í skólanum fimmtudaginn 17. ágúst frá kl. 17-19. Hlökkum til að taka á móti nemendum okkar í haust.