Á föstudaginn kemur er fyrri af tveimur fjarkennsludögum skólaársins. Dagurinn er hugsaður þannig að hann gefi tækifæri til að viðhalda þeirri þekkingu og færni sem ávannst á tímum covid-faraldursins. Einnig er dagurinn hugsaður sem liður í sjálfbærnistefnu skólans, þ.e að spara orkunotkun í skólabyggingum og útblástur vegna aksturs til og frá skólanum í einn dag. Kennarar kenna þennan dag í gegnum fjarkennslukerfi INNU eða TEAMS.