Hittum tékknesku konurnar klukkan 8:45 fyrir utan skólann og fórum með þeim og nemendum skólans á æfingu sem haldin var í næsta bæ, Jablonec nad Nisou,í yfirgefnu sjúkrahúsi. Þar var lögreglan ásamt sjúkra- og björgunarliði að undibúa viðbrögð við hryðjuverkum. Æfingin í þeta skipti var að fangi reyndi að sleppa úr haldi lögreglunnar þegar hún hafði keyrt hann á sjúkrahús vegna veikinda. Félagar hans aðstoðuðu hann. Að því loknu var farið í endurvarpsturninn Jested í fjöllumum fyrir ofan borgina.