Skólaslit Fjölbrautaskólans í Breiðholti fóru fram í Háskólabíói í dag, miðvikudaginn 28. maí. Alls útskrifuðust 169 nemendur af 7 brautum skólans. Margrét Lilja Arnarsdóttir er dúx skólans, en hún hlaut 9,19 í aðaleinkunn og lauk stúdentsprófinu á þremur árum.

Í ræðu sinni við skólaslitin lagði Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB út frá mikilvægi vandaðrar ákvörðunartöku í lífi og starfi. Til að taka góða ákvörðun þurfi einstaklingurinn að vera með skýra sýn á það hvað skipti hann mestu máli, hvaða gildi hann hafi að leiðarljósi. Síð