Í gær þann 28. maí útskrifuðust 153 nemendur úr FB við glæsilega athöfn í Silfurbergi Hörpu að viðstöddum 700 manns. Alls útskrifuðust 83 nemendur með stúdentspróf, 12 sjúkraliðar, 20 húsasmiðir, 24 rafvirkjar, 11 nemendur af snyrtibraut og 10 nemendur af starfsbraut. Þess má til gamans geta að þá var þúsundasti rafvirkinn úr FB útskrifaður. Dúx skólans var Guðmundur Freyr Gíslason stúdent af náttúruvísindabraut með einkunnina 9.49. Hann sópaði að sér flestum verðlaunum. Hann fékk verðlaun fyrir bestan árangur  í raungreinum, stærðfræði og spænsku. Þá hlaut hann einnig menntaverðlaun Háskóla Íslands. Semídúx var Ásta Kristín Marteinsdóttir stúdent að loknu sjúkraliðanámi með einkunnina 9.43.Ávörp nýstúdenta fluttu þau Guðmundur Freyr Gíslason náttúruvísindabraut og Guðrún Marta Jónsdóttir myndlistarbraut. Melkorka Rós Hjartardóttir nemandi við skólann söng við undirleik Fannars Pálssonar. Hrafn Bogdan Seica Haraldsson nýstúdent lék á gítar og söng frumsamið lag við eigin texta. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Elvar Jónsson aðstoðarskólameistari flutti ávarp.

Það var ljósmyndarinn Jóhannes Long sem tók myndirnar. Fleiri myndir má sjá á instagram (fbskoli) og  facebook síðu skólans. Listi yfir verðlaunahafa:

 

Verðlaun í einstökum greinum

 

VIÐURKENNING FYRIR EINSTAKLEGA SKAPANDI VERKEFNASKIL: Sunneva Guðrún Þórðardóttir, myndlistarbraut

 

DANSKA: Eyrún Una Aradóttir, myndlistarbraut

 

DANSKA: Júlía Kristín Kristinsson, náttúruvísindabraut

ÍSLENSKA: Júlía Kristín Kristinsson, náttúruvísindabraut,

FRÁ STYRKTARSJÓÐI KRISTÍNAR ARNALDS

 

ENSKA: Ásta Kristín Marteinsdóttir, sjúkraliðabraut og stúdentsbraut að loknu starfsnámi á sjúkraliðabraut

 

FATA- OG TEXTÍLGREINUM: Erika Eik Bjarkadóttir, fata- og textílbraut

 

FÉLAGSGREINUM: Jón Björgvin Kolbeinsson, félagsvísindabraut

 

ÍSLENSKA: Ása Gréta Einarsdóttir, opinbraut

ÍÞRÓTTAFRÆÐI OG ÍÞRÓTTAGREINUM: Daníel Filipps Þórdísarson, íþróttabraut

 

ÍÞRÓTTAFRÆÐI OG ÍÞRÓTTAGREINUM: Oddný Björg Stefánsdóttir, íþróttabraut –

 

RAUNGREINAR: Guðmundur Freyr Gylfason, náttúruvísindabraut

 

SPÆNSKA: Guðmundur Freyr Gylfason, náttúruvísindabraut

 

STÆRÐFRÆÐI: Guðmundur Freyr Gylfason, náttúruvísindabraut

 

LOKAVERKEFNI TIL STÚDENTSPRÓFS: Erla María Theódórsdóttir, náttúruvísindabraut

 

LOKAVERKEFNI TIL STÚDENTSPRÓFS: Lína Dögg Valmundsdóttir, náttúruvísindabraut

 

MYNDLISTARGREINUM: Roksana Luczejko, myndlistarbraut

 

VIÐURKENNINGU FYRIR MESTU FRAMFARIR Á NÁMSTÍMANUM Á STARFSBRAUT: Marta Lind Vilhjálmsdóttir, starfsbraut

 

HÚSASMIÐABRAUT: Sigurður Óli Rúnarsson, húsasmiðabraut

 

RAFVIRKJABRAUT:  Arnar Freyr Nikulásson, rafvirkjabraut

 

SJÚKRALIÐABRAUT:   Ásta Kristín Marteinsdóttir, sjúkraliðabraut

 

SNYRTIBRAUT: Anita Lence, snyrtibraut

 

           

 

STÚDENTSPRÓF: Verðlaun fyrir bestan árangur

Guðmundur Freyr Gylfason, náttúruvísindabraut

Einkunn á stúdentsprófi: 9,49

 

 

MENNTAVERÐLAUN HÁSKÓLA ÍSLANDS:

            Guðmundur Freyr Gylfason, náttúruvísindabraut

Einkunn á stúdentsprófi: 9,49

 

 

FRÁ SOROPTIMISTAKLÚBBI HÓLA OG FELLA

Ásta Kristín Marteinsdóttir, sjúkraliðabraut og stúdentsbraut að loknu starfsnámi á sjúkraliðabraut

Einkunn á stúdentsprófi: 9,43 – semídúx

 

 

FRÁ ROTARYKLÚBBI BREIÐHOLTS fyrir félagsstörf

Aníta Rós Kingo Andersen, tölvubraut