Þann 30. maí 2020 útskrifuðust 144 nemendur frá skólanum með samtals 154 lokapróf, en 10 útskrifuðust með tvö próf. Alls voru það 67 sem útskrifuðust með stúdentspróf, 25 húsasmiðir, 26 rafvirkjar, 17 sjúkraliðar, 10 útskrifuðust af snyrtibraut og 9 af starfsbraut. Þorgeir Ólafsson var dúx skólans en hann lauk bæði stúdentsprófi og prófi í rafvirkjun og hlaut bæði Menntaverðlaun Háskóla Íslands og verðlaun fyrir bestan árangur á rafvirkjabraut og stúdentsprófi. Birta María Pétursdóttir útskrifaðist bæði sem stúdent og sjúkraliði og fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Þá hlaut Sóli Gunnars viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Breiðholts fyrir félagsstörf. Melkorka Rós Hjartardóttir söng við athöfnina við píanóleik Fannars Pálssonar en þau lauku bæði stúdentsprófi af opinni braut og fengu auk þess verðlaun fyrir góðan árangur í tónlist.

Hér má sjá verðlaunahafa í einstökum greinum:

ENSKA: Pálína Líf Ingadóttir, tölvubraut

FATA- OG TEXTÍLGREINUM: Sara Halldórsdóttir, fata- og textílbraut

FÉLAGSGREINUM: Alma Lísa Alfreðsdóttir Gomez, opinni braut

ÍSLENSKA: Anita Lence, stúdentsbraut að loknu starfsnámi í snyrtifræði, FRÁ STYRKTARSJÓÐI KRISTÍNAR ARNALDS

LOKAVERKEFNI TIL STÚDENTSPRÓFS:  Ármann Pétursson, náttúruvísindabraut

LOKAVERKEFNI TIL STÚDENTSPRÓFS: Ólafur Eysteinn Eysteinsson, tölvubraut

MYNDLISTARGREINUM: Sóli Gunnars, myndlistarbraut

SAGNFRÆÐI: Halla Bryndís Magnúsdóttir, opinni braut

SÁLFRÆÐI: Harpa Lind Egilsdóttir, félagsvísindabraut

SPÆNSKA: Birta María Pétursdóttir, stúdentsbraut að loknu starfsnámi á sjúkraliðabraut

STÆRÐFRÆÐI: Mihajlo Ðuric, tölvubraut

STÆRÐFRÆÐI: Rut Tryggvadóttir, tölvubraut

TÓNLIST: Fannar Pálsson, opinni braut

TÓNLIST: Melkorka Rós Hjartardóttir, opinni braut

TÖLVUGREINAR: Pálína Líf Ingadóttir, tölvubraut