Við erum stolt af því að hafa fengið viðurkenningu fyrir að vera með flottasta kynningarbásinn á Íslandsmóti iðn- og verkgreina og framhaldskólakynningunni sem fram fór í Laugardalshöll dagana 14. – 16. mars. Alls tóku 33 framhaldsskólar þátt og um 7000 grunnskólanemar komu á svæðið og skoðuðu námsframboð skólanna. Á myndinni má sjá menntamálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur afhenda Ágústu Unni Gunnarsdóttur kynningarstjóra FB blómvönd í viðurkenningarskyni fyrir flottasta básinn.