Við óskum Matthíasi Stefánssyni 17 ára nemanda á rafvirkjabraut FB til hamingju með glæsilega frammistöðu. Matthías er í hljómsveitinn Blóðmör sem sigraði Músíktilraunir nú um helgina. Matthías er söngvari og  leikur á rafbassa. Auk hans eru í hljómsveitinni þeir Haukur Þór Valdimarsson sem syngur og leikur á rafgítar. Á trommunum er Ísak Þorsteinsson. Við óskum þessum ungum mönnum innilega til hamingju með sætan sigur en um þrjátíu hljómsveitir tóku þátt í keppninni.