Skólinn hefur fengið úthlutað Erasmus+ styrk í flokknum Nám og þjálfun. Verkefnið heitir „Enhanching the quality of mobility using ECVET“. Upphæð styrksins er 45 þúsund evrur eða tæpar 7 milljónir króna. Samstarfslöndin í þessu verkefni eru Danmörk og Finnland og skal féð nýtt innan tveggja ára. Umsjónarmaður verkefnisins er Ágústa Unnur Gunnarsdóttir.