Nú er FB formlega orðinn UNESCO-skóli! UNESCO skólar sinna þverfaglegum verkefnum og stuðla að aukinni þekkingu nemenda og kennara á starfsemi Sameinuðu þjóðanna, menningarlegri fjölbreytni, heimsminjum, mannréttindum og fleiri alþjóðamálum.Í janúar fékk FB staðfestingu á því að skólinn stæðist þær kröfur sem gerðar eru til UNESCO-skóla.  Við höfum því fengið aðgang að tengslaneti annarra UNESCO-skóla í heiminum og njótum góðs af því samstarfi sem því fylgir. FB og Kvennaskólinn í Reykjavík og eru tveir fyrstu framhaldsskólarnir á landinu sem fá formlega viðurkenningu sem UNESCO skólar. Sjá nánar www.un.is

Haustið 2018 sendi FB einn nemanda Júlíu Kristínu Kristinsdóttur ásamt Óla Kára Ólasyni kennara á ráðstefnuna MUN eða Model United Nations til bæjarins Cividale del Friuli á Ítalíu. Fulltrúi nemenda Kvennó var með í för Una Dís Ingimarsdóttir. Þær stöllur héldu uppi merkjum Miðbaugs-Gíneu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og áttu í skemmtilegum samskiptum við nemendur víðsvegar úr heiminum sem settu sig í spor erindreka ólíkra landa þessa daga í nóvember.  Á myndinni má sjá þær Júlíu og Unu á ráðstefnunni á Ítalíu.