Fablab Reykjavík sem verið hefur til húsa i  Eddufelli 2 flytur nú í húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Í allt sumar hefur verið unnið að breytingum á húsnæði skólans og senn líður að því að allt verði kárt og stefnt er að því að opna Fablab fyrir almenningi í byrjun október. Opnunartímar verða auglýstir síðar en fyrirspurnir má senda á reykjavik@fablab.is