Skólinn tekur þátt í nokkrum Erasmus+ samstarfsverkefnum. Hópur nemenda fór í síðustu viku til London ásamt Kristínu Önnu Arnþórsdóttur íþróttakennara og núna er hópur staddur í Belgíu ásamt Brynju Stefánsdóttur dönskukennara. Verkefnið heitir „Crossroads with the future“ og vinna nemendur að því að kanna notkun hugbúnaðar við nám og kennslu.