Nú er staddur hjá okkur góður hópur nemenda frá Noregi og Belgíu ásamt kennurum sínum. Þau taka þátt í Erasmus+ samstarfsverkefni ásamt hópi nemenda okkar í FB sem eru gestgjafar erlendu gestanna. Verkefnið heitir „Crossroads to the future“.  Árið 2019 munu nemendur okkar fara til Belgíu og Noregs í áframhaldandi verkefnavinnu. Umsjón með verkefninu fyrir hönd FB hafa kennararnir Kristín Guðrún Jónsdóttir og Brynja Stefánsdóttir.