Evrópska starfsmenntavikan er nú í fullum gangi um alla Evrópu en hún miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun og í dag miðvikudaginn 7. nóv verður Erasmus-dagurinn  kl. 12-15 í stofu 13. Þar verða nemendur sem hafa farið í starfsþjálfun til útlanda ásamt kennurum og alþjóðafulltrúa og segja frá möguleikunum sem bjóðast. Nemendur á húsasmiðabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliðabraut, snyrtibraut og fata-og textílbraut eru hvattir til að koma og  kynna sér möguleika á námi-og þjáflun í útlöndum með Erasmus+ styrk. Nemendur af þessum brautum geta sótt um en til þess að verða komast út að þarf að uppfylla ákveðin skilyrði, eins og góð ástundun. Sjá nánar um erlent samstarf skólans:

https://www.fb.is/althjodasamskipti/