Núna í þrjár vikur hafa 9 danskir nemendur, sjö drengir og tvær stúlkur frá verknámsskólanum í Herning verið við nám á húsasmiðabraut þar sem þau hafa kynnst íslensku handbragði og íslenskum nemendum sem þau hafa starfað með. Þetta samstarf hefur gengið mjög vel. Ástæða dvalarinnar er meðal annars sú að kennsla á húsasmiðabraut FB þykir mjög eftirsóknarverð og er Smiðjan okkar búin tækjum og tólum eins og best gerist í Evrópu. Danirnir eru mjög ánægðir með dvölina þrátt fyrir að þeir hafi fengið að kynnast alvöru íslensku vetrarveðri.