Jónas Hallgrímsson fæddist 16. nóvember árið 1807. Jónas var skáld, vísindamaður og þýðandi og var með lærðustu mönnum síns tíma. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar frá árinu 1996. Á vefnum www.jonashallgrimsson.is má fræðast um líf og störf Jónasar.

Í tilefni dagsins sendu nemendur FB jákvæð orð í orðaský. Orð hafa mátt og nemendur settu orð í skýið sem kalla fram jákvæðar hugsanir og líðan — orð sem ylja.