Þökkum hinum tvítuga Byron Nicholai kærlega fyrir að koma  í FB og syngja, spila og spjalla í matsal skólans. Byron býr í Alaska, nyrsta ríki Bandaríkjana. Hann vill ekki bara skemmta fóki, heldur vill hann koma boðskap á framfæri. Hann vill hjálpa til að varðveita og rækta menningu og tungumál þjóðsflokks síns, Yupika. Byron Nicholai er fyrirmynd í heimalandi sínu. Ég hélt ég yrði ósköp venjulegur unglingur sagði hann einu sinni, en núna er ég eitthvað miklu meira. Ég veit að þetta geta allir gert. Það er spurning um viðhorfið, spurning um að ákveða með sjálfum sér hvað maður vill leggja af mörkum. „Það skipti engu máli hver þú ert, hvaðan þú kemur eða hversu gamll. Þú býrð yfir krafti til að breyta heiminum“.