Vegna fjölgunar smita í samfélaginu og hertum fyrirmælum um sóttvarnir höfum við ákveðið að loka húsnæði skólans fyrir nemendum næstu tvo daga, þ.e. mánudaginn 5. og þriðjudaginn 6. október. Þannig gefst ráðrúm til að endurskipuleggja kennsluna í samræmi við ný fyrirmæli.
Fjarkennsluáfangar halda áfram óbreyttir, en verkleg kennsla á verknámsbrautum og í listnámi fellur niður þessa tvo daga. Hið sama gildir um kennslu á starfsbraut. Þessi ákvörðun gildir jafnt um dagskóla sem kvöldskóla.

Nemendur eru beðnir að fylgjast með nánari upplýsingum frá kennurum sínum varðandi tilhögun kennslunnar.

Með bestu kveðju,

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari