Ágætu nemendur og forráðamenn.  (English version below)

Ljóst er að næstu mánuði og misseri munum við þurfa að lifa með mismiklum samkomutakmörkunum vegna Covid-19.

Nú líður að upp­hafi ann­ar­innar og mun skóla­starfið verða blanda af stað- og fjar­námi fyrir flestar brautir í haust. Stór hluti bóknáms mun að líkindum hefjast í fjarnámi, en stefnt er að því að list- og verknám og nám á starfsbraut fari fram í byggingum skólans eins og kostur er.

Nýir kennsluhættir kalla á breytta starfshætti sem þarfnast aukins undirbúnings kennara og fagfólks. Væntanleg eru fyrirmæli yfirvalda á sóttvarnarhólfum í framhalds- og háskólum, sem kalla á nánari skipulagsvinnu innan skólans.

Því seinkar upphafi kennslu um eina viku, eða til fimmtudagsins 27. ágúst.

Nýnemar verða boðaðir sérstaklega til undirbúnings og verða þeir kallaðir inn dagana 24.-26. ágúst samkvæmt sérstakri áætlun sem þeim verður kynnt.

Við hlökkum mikið til að hefja skólastarfið og óskum ykkur alls hins besta,

Guðrún Hrefna skólameistari

 

 

Dear students and parental guardians

Our school start will be different than expected due to COVID-19 restrictions.

We are working on a new plan for the school term and we now know it will be a combination of classes in school buildings and online teaching with the safety and well- being of students as our first priority.

Because of that our school will start on the 27th of August, a week later than originally planned.

New students will be invited to come to school for preparations the 24th-26th of August. We will contact them with more exact information.

We look very much forward to starting school again and wish you all the best,

Guðrún Hrefna  Principal