Tvö lið frá FB kepptu í dag í undankeppni Boxins. Boxið er framkvæmdakeppni framhaldsskólanna og verður keppt til úrslita í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 11. nóvember. Tilgangur Boxins er að vekja áhuga framhaldsskólanemenda á tækifærum í tækni- og tölvunarfræðinámi á háskólastigi. Fyrirtæki í iðnaði taka þátt í keppninni, með því að útbúa þrautir í samvinnu við kennara í tölvunarfræði-, tækni- og verkfræðideildum háskólans. Í næstu viku kemur í ljós hvaða lið komast áfram í lokakeppnina. Í fyrra komst lið FB áfram í lokakeppnina sem sýnd var í Sjónvarpinu.