Í dag tók FB formlega á móti 14 kennaranemum úr HÍ í starfsþjálfun. Móttakan og kynningarfundurinnn var haldinn á Teams. Við bjóðum nemana innilega velkomna til okkar og vonum að þeir munu bæði hafa gagn og gaman af dvölinni hjá okkur. Nemarnir verða bæði haust og vorönn hjá okkur og njóta leiðsagnar níu leiðsagnarkennara skólans. Nemarnir munu taka virkan þátt í áhorfi, aðstoðar- og æfingakennslu. Á tímum Covid veiru munu nemarnir þjálfast bæði í fjar- og staðkennslu. Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, kynningarstjóri heldur utan um verkefnið.