Aukin aðsókn í FB

Alls voru 207 umsóknir grunnskólanemenda um Fjölbrautaskólann í Breiðholti næsta skólaár samþykktar. Þetta er 16% aukning frá 2015, þrátt fyrir minnkandi árgang.

Þá er einnig búið að innrita 228 eldri nemendur, þannig að alls hefja 435 nýir nemendur nám við skólann í haust.