Okkar ástsæli enskukennari Ellen Thorarensen lést þann 29. júlí, eftir skamma sjúkdómslegu.

Ellen var kjölfesta í starfsmannahópi skólans og vinsæll kennari, ávallt jákvæð og einstaklega hlý í viðmóti. Brotthvarf hennar myndar stórt skarð í hópinn okkar og verður hennar sárt saknað. Við vottum fjölskyldu og vinum Ellenar okkar innilegustu samúð.

Útför Ellenar verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 13:00.

Vegna útfarar Ellenar verður skólinn lokaður frá kl. 11:00 föstudaginn 7. ágúst.

Ellen Thorarensen