Við upphaf haustannar bauð skólinn öllum nýnemum í ævintýralega nýnemaferð. Farið var til Stokkseyrar og Hveragerðis og Draugasafnið heimsótt. Þá var farið í ýmsa hópeflisleiki, þrautabraut og fluglínu. Nemendafélagið NFB ásamt félagsmálafulltrúm skipulögðu ferðina og tóku umsjónarkennarar nýnema einnig þátt. Vel sóttur og ánægjulegur kynningarfundur fyrir foreldrar og forráðamenn nýnema var haldinn í vikunni í matsal nemenda. Einng var haldið skemmtikvöld fyrir nýnema sem tókst mjög vel en það var NFB sem  skipulagði nýnemakvöldið með miklum sóma. Sjá má fleiri myndir úr nýnemaferðinni á instagramsíðu skólans @fbskoli.