Í gær heimsótti Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra skólann okkar og kynnti sér sérstaklega list- og verknámsbrautirnar. Ennig opnaði hann formlega E-Lab skólans. Með E-Labi höfum við fengið sérhæfða aðstöðu til nýsköpunar á sviði rafiðngreina, með hátæknibúnaði og þrívíddarprentara. FB er einn stærsti verkmenntaskóli landsins og útskrifar árlega mikinn fjölda húsasmiða, rafvirkja, sjúkraliða og snyrtifræðinga. Mikilvægi verkmenntunar er oft á dagskrá, nú gafst ráherra tækifæri til að sjá og upplifa alla þá grósku og líf sem fylgir skólastarfi í verkmenntaskóla. Við þökkum Illuga og föruneyti fyrir ánægjulega heimsókn.