Börn eru bjartsýnni á betri heim en fullorðnir. Ungt fólk sér sig sem hluta af lausninni og er opnari fyrir alþjóðlegu samstarfi. Börn vilja að hlustað sé á þau. Ný alþjóðleg könnun UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Gallup sýnir að ungt fólk í dag er helmingi líklegra en fullorðnir til að telja heiminn fara batnandi – Þau eru þó óþolinmóðari eftir aðgerðum gegn yfirvofandi krísum og mikill meirihluti þeirra telur hættur steðja að börnum á netinu. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í tilefni alþjóðadags barna, sem haldinn er hátíðlegur um allan heim þann 20. nóvember. Dagurinn er einnig afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, útbreiddasta mannréttindasáttmála heims. Heimild: www.unicef.is