Alþjóða hamingjudagurinn er í dag og Heilsuvika FB í fullum gangi. Markmið heilsuviku er að stuðla að hamingju og heilbrigði meðal nemenda og starfsfólks skólans. Í dag miðvikudaginn 20. mars verður Saga Garðarsdóttir með uppistand í hádeginu í matsal nemenda. Meðal atburða heilsuviku má nefna að skólainn bauð nemendum ávexti í upphafi vikunnar og sérlega heilbrigður og hollur matur verður í boði í Hungurheimum alla vikuna. Ýmis holl og góð hreyfing stendur nemendum og starfsfólki til boða eins og blak og körfuboltakeppni í íþróttahúsinu, utanhússfótbolti á Leiknisvellinum og frísbígolf á frísbígolfvellinum. Þá stendur loftslagsbaráttuhópur skólans fyrir því að tína rusl í nánasta umhverfi skólans í fundargatinu miðvikudaginn 20. mars kl. 12:40 og er mæting fyrir framan Skuggaheima.