Námstími er fimmtán vaktir á sérdeild og bera hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða og fyllir út gátlista um unna verkþætti. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið og gerir verkefni sem hann kynnir síðan fyrir öllum nemendum sjúkraliðabrautarinnar á sérstökum kynningardegi og er það liður í lokaverknámi í VIN 305.