Meginmarkmið 

  • Að nemandi öðlist færni í hjúkrun aldraðra og þroski með sér jákvæð viðhorf til þeirra

Áfangalýsing

Verknám fer fram á öldrunar- og/eða hjúkrunardeildum. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nem­andi fylla út gátlista um unna verkþætti.