Áfangalýsing

Í þessum áfanga er lögð áhersla á kennslu í undirstöðuþáttum í vinnu rafiðnaðarmanna. Nemendur kynnast reglum er lúta að öryggi og vinnuvernd og þeim reglugerðarákvæðum sem tengjast verk­efnum áfangans. Lögð er áhersla á kennslu í efnis-, áhalda- og tækjafræði, verktækni og umgengni um kennslubúnað og efnislager. Nemendur læra að lóða með lóðbolta og beita helstu hand- og raf­magnsverkfærum sem notuð eru í rafiðnaði. Nemendur læra að nota rennimál, míkrómæli og að smíða einfaldan búnað úr málm- og plastefnum innan ákveðinna málvika. Einnig smíða nemendur einfaldar rafeindarásir og læra að beita mælitækjum, svo sem hliðrænum og stafrænum mælum eftir því sem tilefni gefst til. Þá fer fram kynning á starfsvettvangi rafiðnaðarmanna og félagasamtökum þeirra. Mikilvægt er að námsefni þessa áfanga tengist inntaki áfangans RAM 103.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • þekki til öryggis- og reglugerðaákvæða sem notuð eru í rafiðnaði
  • þekki til félags- og starfsvettvangs hinna ýmsu rafiðngreina
  • þekki til umhverfis- og vinnuverndarákvæða
  • þekki til ákvæða í reglugerð er varða efnisatriði áfangans
  • þekki eiginleika og takmarkanir þeirra efna sem unnið er með í áfanganum
  • læri að vinna með algengustu handverkfæri sem notuð eru í rafiðnaði geti smíðað einfalda hluti úr málmi og plasti, t.d. kassa utan um litla rafeindastýringu
  • kunni að lóða og geti gert greinarmun á góðum og slæmum lóðningum
  • geti lóðað íhluti á prentrásaplötu
  • geti sett saman einfalt rafeindatæki, t.d. rakaskynjara eða annað sambærilegt tæki, og gengið frá því í kassa

Ef