Í áfanganum læra nemendur að þekkja og greina mismunandi textílhráefni. Fjallað er um sögu textíl­hráefna, eiginleika, gæði, meðhöndlun, meðferð, vinnslu og notagildi. Nemendur fá innsýn og vinna með spuna þráðar, hvernig vélprjón verður til og kynnast grunnaðferðum vefnaðar. Nemendur fá grunnþjálfun í að geta greint hvaða efni, ofin og prjónuð, henta mismunandi gerðum flíka. Nemendur halda verkefna- og vinnubók. Farnar eru vettvangsferðir í tengslum við námsefnið.