Í áfanganum er fjallað um ólíkar aðferðir við að fjarlægja hár með vaxi. Nemendur læra um upp­bygg­ingu hárs og helstu aðferðir við notkun vax við að fjarlægja hár. Lögð er áhersla á að bera saman ólíkar aðferðir við háreyðingu. Nemendur öðlast verklega þjálfun við háreyðingu með vaxi. Nemendur fá fræðslu um uppbyggingu hárs og hárslíðurs, þeir læra að þekkja mismunandi hártegundir og vaxta­hring hársins. Þeir læra um áhrif eftirfarandi aðferða við háreyðingu: raksturs, háreyðandi krema, plokkunar, vax, rafrænnar háreyðingar.