Góður áfangi fyrir nemendur sem hyggja á nám í háskóla

Word

 • Þjálfun í uppsetningu á langri ritgerð með neðanmálsgreinum, sjálfvirku efnisyfirliti, atriðisorðaskrá, töfluskrá, myndaskrá o.fl.
 • Frágangur merkimiða.
 • Fjölvar (Macros); notkun og uppsetning flýtihnappa.
 • Uppsetning (umbrot) á blaðagreinum o.fl.

Excel

 • Farið er í flóknar aðgerðir í töflureikninum Excel (fjármálaföll, tölfræðiföll o.m.fl.) og útskýrt hvernig Excel getur nýst við útreikninga og áætlanagerð sem kemur sér vel fyrir þá nemendur sem stefna á frekara nám.
 • Einnig er nemendum kennt að setja upp lista, leita, raða og sía færslur eftir margs konar skilyrðum.
 • Farið er vel í samtengingu skjala.
 • Farið er ítarlega í samþættingu á Word og Excel (gögn tekin inn í og/eða flutt á milli forritanna).

PowerPoint

 • Farið er í helstu aðgerðir glærugerðarforritsins PowerPoint við gerð glærna, kynninga o.fl.
 • Farið yfir helstu notkunarmöguleika forritsins, bæði í framsetningu og útprentun.
 • Nemendur setja upp verkefni að eigin vali og flytja glærukynningu þar sem möguleikar forritsins eru nýttir ítarlega.

Access

 • Kynnt eru grunnatriði gagnagrunnsforritsins Access og útskýrt hvernig gagnagrunnar eru notaðir til að halda utan um gögn.