Í áfanganum er fjallað er um hugtakið uppeldi, gildi uppeldis fyrir einstakling og samfélag og mismunandi viðhorf til uppeldis og menntunar. Lauslega er farið í þróun uppeldis- og skólamála í Evrópu síðustu aldir. Nemendur kynnast hugmyndafræði og aðferðum nokkurra uppeldisfræðinga og áhrifum þeirra á uppeldis- og skólastarf í Evrópu. Kynntir eru valdir þættir í þroskaferli barna og unglinga. Fjallað er um tengsl barna við umhverfi sitt og lögð sérstök áhersla á samskipti foreldra og barna. Íþróttir og leikir barna eru teknir til umfjöllunar og einnig listsköpun barna. Skoðaðir eru valdir þættir í menningu Íslendinga sem sérstaklega eru ætlaðir börnum, t.d. barnaefni í sjónvarpi og útvarpi, barnabækur o.fl. Dálítið er fjallað um geðheilbrigðismál. Lögð er áhersla á að nemendur fái þjálfun, bæði einir sér og með öðrum, við að skipuleggja verkefnavinnu, vinna úr gögnum og kynna niðurstöður skriflega og/eða munnlega.