Í þessum áfanga kynnast nemendur staðarnetkerfi, LAN, helstu stöðlum, lögnum og helstu tækjum. OSI-líkanið er kynnt og hlutverk tveggja neðstu laga þess kennd, þ.e. bitaflutningslags (physical) og nærnetslags (datalink). Farið er í bandbreidd og tíðniróf og flutning stafrænna gagna, hvort sem er með rafstraumi eða ljósi. Einnig er fjallað um deyfingu og viðnám í leiðurum. Nemendur fá þjálfun í að leggja parsnúnar kapallagnir (TP). Ennfremur fá þeir kynningu á ljósleiðara og öðlast færni í
tengingum og frágangi tækja í lagnaskáp. Þá er farið í uppsetningu útstöðvar, bilanaleit og almennt viðhald og mælingar gerðar á netkerfum. Fuppbyggingu og hlutverk MAC-vistfangs og IP-vistfangs.