Í þessum áfanga er lögð áhersla á reiknirásir, kóðabreyta, vippur, teljara og hliðrunarregistur, ásamt bilanaleit með mælitækjum og með hjálp hermiforrita. Fjallað er um örtölvuna, hvers kyns minnisrásir og hvernig gögnin eru meðhöndluð í minnunum. Nemendur tengja og prófa rásirnar á sérhæfðum tengispjöldum fyrir rökrásir ásamt því að teikna rásirnar og prófa virkni þeirra í hermiforriti, t.d.
Multisim. Þeir fá kynningu á örgjörvanum, uppbyggingu hans og stjórnun með véla- og/eða smalamáli, og kynnast því hvernig hann tengist minni og inn- og útgöngum með vistfangs-, ganga- og stýribrautum. Áhersla er lögð á verkefnavinnu, og verklegar æfingar þar sem verkefnið er brotið til mergjar, rökrásir tengdar, prófaðar og mældar og teknar saman niðurstöður. Í þessum verkefnum er lögð áhersla á prófanir í hermiforriti og nýtingu mælitækja til að finna tengivillur og bilanir.